7. október 2006

Afmælistískusýning

Laugardaginn 7. október kl 17 verður tískusýning á Garðatorgi í Garðabæ í tilefni af eins árs afmæli verslunarinnar. Sýndar verða haust og vetrarlínurnar í fatnaði og skóm frá Baum und Pferdgarten, Julie Fagerholt - Heartmade, Naja Lauf, Kathleen Madden, Nanni Belts og Ilse Jacobsen * Hornbæk.

Anna Rakel Róbertsdóttir hefur umsjón með tískusýningunni og Valdís Gunnarsdóttir er kynnir. Guðrún Sverrisdóttir hjá Cleó á Garðatorgi sér um hár.