
Verslunin ILSE JACOBSEN * Hornbæk flytur sig um set af Garðatorgi og opnar í nýjum og rúmgóðum húsakynnum í nýju verslunarmiðstöðinni við Litlatún í Garðabæ, á horni Vífilstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar, föstudaginn 22. ágúst n.k.

ILSE JACOBSEN * Hornbæk skó- og fatamerkið hefur vaxið hröðum skrefum síðustu ár. Verslanir undir merkjum ILSE JACOBSEN * Hornbæk eru nú orðnar um 20 talsins í Skandinavíu og Evrópu, auk þess sem vörur fyrirtækisins eru seldar til hundruða annarra verslana um allan heim. Ilse Jacobsen er hvað þekktust fyrir reimuðu gúmmístígvélin og fínlega kvenskó, en nýverið hefur fatalína merkisins einnig verið víkkuð út til muna.
Verslunarstjóri ILSE JACOBSEN * Hornbæk í Litlatúni: Ásta Ólafsdóttir
1 ummæli:
I am regular visitor, how are you everybody? This post posted at this
web site is truly pleasant.
My web site; home cellulite treatment
Skrifa ummæli