21. apríl 2006

Heartmade, Naja Lauf og Baum und Pferdgarten í fremstu röð


Heartmade - Smellið fyrir stærri mynd

NAJA LAUF - Smellið fyrir stærri myndALT for damerne birti í marslok flottan tískuþátt með 13 fremstu hönnuðum Danmerkur að mati tímaritsins. Í myndaflokknum, sem ber heitið Det tror vi på, hrópar ALT for damerne húrra! fyrir danskri tískuhönnun og segir hana aldrei hafa staðið sterkari. Danskar konur séu stoltar af því að ganga í dönskum fatnaði, hver hönnuður hafi sinn sérstaka stíl og blaðið hafi viljað hylla þá með því að bjóða hverjum þeirra að sýna okkur besta fatasettið úr vorlínunni hjá sér. Við í Ilse Jacobsen búðinni í Garðabæ erum líka stolt af því að vera með þrjú af þessum 13 merkjum í sölu hjá okkur, eða um 23% af danska tískurjómanum í dag. Þetta eru Julie Fagerholt · Heartmade, Baum und Pferdgarten og Naja Lauf.

Baum und Pferdgarten - Smellið fyrir stærri mynd

Svona viðurkenningar eru reyndar engin nýlunda fyrir þessi þrjú hönnunarhús, eins og þeir vita sem fylgst hafa með danskri tísku undanfarin ár. Í fyrrahaust halut Naja Lauf hin virtu hönnunarverðlaun, Gullhnappinn, sem ALT for damerne veitir árlega. Rikke Baumgarten & Helle Hestehave, stöllurnar á bakvið Baum und Pferdgarten hlutu þessi sömu verðlaun 2002.
ATH. smellið á myndirnar að ofan til að sjá stærri útgáfur af þeim.

8. apríl 2006

Fullt af nýjum bolum

Fullt af nýjum bolum var að koma frá Ilse í öllum sumarlitunum. Líka fleiri týpur af strigaskóm, sem geta eiginlega ekki verið sumarlegri o.fl o.fl.

Smelltu til sjá stærri mynd

3. apríl 2006

Baum und Pferdgarten á forsíðunni

Smelltu til að sjá stærri mynd
Alt for damerne var með Baum und Pferdgarten á forsíðunni þegar blaðið fjallaði um vortískuna nýlega. Þetta merki er óumdeilanlega eitt það heitasta í Danmörku og hefur reyndar vakið vaxandi athygli utan heimamarkaðarins, enda komið í verslanir í London, Paris, Stokkhólmi, Tokyo, New York, LA og Hong Kong. Baum und Pferdgarten var stofnað 1999 af þeim Rikke Baumgarten og Helle Hestehave. Nafn merkisins er þannig skemmtilegur orðaleikur með nöfn þeirra stallsystra.

Báðar flíkurnar á myndinni, bláa peysan og köflótta pilsið, fást hjá okkur í Ilse Jacobsen á Garðatorgi.