21. apríl 2006

Heartmade, Naja Lauf og Baum und Pferdgarten í fremstu röð


Heartmade - Smellið fyrir stærri mynd

NAJA LAUF - Smellið fyrir stærri myndALT for damerne birti í marslok flottan tískuþátt með 13 fremstu hönnuðum Danmerkur að mati tímaritsins. Í myndaflokknum, sem ber heitið Det tror vi på, hrópar ALT for damerne húrra! fyrir danskri tískuhönnun og segir hana aldrei hafa staðið sterkari. Danskar konur séu stoltar af því að ganga í dönskum fatnaði, hver hönnuður hafi sinn sérstaka stíl og blaðið hafi viljað hylla þá með því að bjóða hverjum þeirra að sýna okkur besta fatasettið úr vorlínunni hjá sér. Við í Ilse Jacobsen búðinni í Garðabæ erum líka stolt af því að vera með þrjú af þessum 13 merkjum í sölu hjá okkur, eða um 23% af danska tískurjómanum í dag. Þetta eru Julie Fagerholt · Heartmade, Baum und Pferdgarten og Naja Lauf.

Baum und Pferdgarten - Smellið fyrir stærri mynd

Svona viðurkenningar eru reyndar engin nýlunda fyrir þessi þrjú hönnunarhús, eins og þeir vita sem fylgst hafa með danskri tísku undanfarin ár. Í fyrrahaust halut Naja Lauf hin virtu hönnunarverðlaun, Gullhnappinn, sem ALT for damerne veitir árlega. Rikke Baumgarten & Helle Hestehave, stöllurnar á bakvið Baum und Pferdgarten hlutu þessi sömu verðlaun 2002.
ATH. smellið á myndirnar að ofan til að sjá stærri útgáfur af þeim.

Engin ummæli: