3. apríl 2006

Baum und Pferdgarten á forsíðunni

Smelltu til að sjá stærri mynd
Alt for damerne var með Baum und Pferdgarten á forsíðunni þegar blaðið fjallaði um vortískuna nýlega. Þetta merki er óumdeilanlega eitt það heitasta í Danmörku og hefur reyndar vakið vaxandi athygli utan heimamarkaðarins, enda komið í verslanir í London, Paris, Stokkhólmi, Tokyo, New York, LA og Hong Kong. Baum und Pferdgarten var stofnað 1999 af þeim Rikke Baumgarten og Helle Hestehave. Nafn merkisins er þannig skemmtilegur orðaleikur með nöfn þeirra stallsystra.

Báðar flíkurnar á myndinni, bláa peysan og köflótta pilsið, fást hjá okkur í Ilse Jacobsen á Garðatorgi.

Engin ummæli: