Stofnendur Baum und Pferdgarten, Helle Hestehave (45) og Rikke Baumgarten (35), voru í stóru viðtali í maíhefti danska tímaritsins Costume. Þar segjast þær hafa ákveðið að stofna fyrirtækið þegar þær luku námi í Danmarks Designskole 1998 og það eina sem var að gerast í danskri fatatísku var Inwear og Jackpot og allir að gera svipaða hluti. "Við höfðum lítinn áhuga á vinnu þar og fannst við örugglega geta gert eitthvað sem væri meira töff en hjá hinum."
Þær byrjuðu smátt og blönduðu hráum og kúl stíl Helle saman við efnismeiri og kvenlegri hönnun Rikke og smám saman varð til Baum und Pferdgarten merkið, sem nú er selt í 120 verslunum í Japan, Englandi, Þýskalandi og á Norðurlöndunum og hlýtur hver hönnunarverðlaunin á fætur öðrum. Leikkonurnar Julia Roberts og Maggie Gyllenhaal teljast meðal nýjustu aðdáendanna, að sögn Costume.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli