10. maí 2006

Meira töff en allir hinir

Stofnendur Baum und Pferdgarten, Helle Hestehave (45) og Rikke Baumgarten (35), voru í stóru viðtali í maíhefti danska tímaritsins Costume. Þar segjast þær hafa ákveðið að stofna fyrirtækið þegar þær luku námi í Danmarks Designskole 1998 og það eina sem var að gerast í danskri fatatísku var Inwear og Jackpot og allir að gera svipaða hluti. "Við höfðum lítinn áhuga á vinnu þar og fannst við örugglega geta gert eitthvað sem væri meira töff en hjá hinum."

Þær byrjuðu smátt og blönduðu hráum og kúl stíl Helle saman við efnismeiri og kvenlegri hönnun Rikke og smám saman varð til Baum und Pferdgarten merkið, sem nú er selt í 120 verslunum í Japan, Englandi, Þýskalandi og á Norðurlöndunum og hlýtur hver hönnunarverðlaunin á fætur öðrum. Leikkonurnar Julia Roberts og Maggie Gyllenhaal teljast meðal nýjustu aðdáendanna, að sögn Costume.

Sex and the City í stígvélunum


Leikkonan og sexsymbolið Kim Cattrall, sem við þekkjum best sem Samönthu úr sjónvarpsþáttunum Sex and the City, er komin með tvenn reimuð stígvél frá Ilse Jacobsen.

Hún skrifar í póstkorti dagsettu 5. maí sl.: "I love them ... I shall be the envy of all my friends in NYC friends in my fabulous boots". Hún segist ætla að nota þau í Írlandsferð, sem var á döfinni. Bara eitt smá vandamál hjá henni: Hvort á hún að vera í þessum hvítu eða þessum dröppuðu?