25. júlí 2006

Opnun nýrra höfuðstöðva Ilse Jacobsen

Ásta, Ragnheiður og IlseNýlega voru nýjar höfuðstöðvar Ilse Jacobsen opnaðar með pompi og pragt og tískusýningu í sveitasælunni á Norður-Jótlandi.

Nýju höfuðstöðvarnar eru í næsta nágrenni strandbæjarins Hornbæk og þar sameinast allar einingar Úr opnunarveislunnifyrirtækisins undir einu þaki á sérlega vel útfærðan hátt. Hönnun, framleiðsludeild, sýningarsalur og vöruhús eru tvinnuð saman í haganlega heild, sem ber dönsku verksviti fagurt vitni.

Mads og IlseSlegið var upp heljarinnar veislu, þar sem boðið var upp á úrvals mat og drykk að dönskum hætti og síðan var slegið upp balli, sem stóð fram á nótt og ómaði um nærliggjandi sveitir.

Á tískusýningunni, sem fjölskylduvinur, danski fjölmiðlamaðurinn Mads Vangsö, kynnti ásamt Ilse, gaf í fyrsta skipti að líta breikkaða fatalínu sem væntanleg er frá Ilse.Breiðari fatalína væntanleg