13. desember 2006

Jólin eru að koma...


Sendingin frá Kathleen Madden er komin í búðina á Garðatorgi. Við bendum sérstaklega á síðu bómullarkjólana frá KM í svörtu og rauðu.

7. október 2006

Afmælistískusýning

Laugardaginn 7. október kl 17 verður tískusýning á Garðatorgi í Garðabæ í tilefni af eins árs afmæli verslunarinnar. Sýndar verða haust og vetrarlínurnar í fatnaði og skóm frá Baum und Pferdgarten, Julie Fagerholt - Heartmade, Naja Lauf, Kathleen Madden, Nanni Belts og Ilse Jacobsen * Hornbæk.

Anna Rakel Róbertsdóttir hefur umsjón með tískusýningunni og Valdís Gunnarsdóttir er kynnir. Guðrún Sverrisdóttir hjá Cleó á Garðatorgi sér um hár.

21. september 2006

Verslunin 1 árs - úrvalið aldrei meira

Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu

Það eru engar ýkjur -- búðin er sneisafull af af glæsilegum haust- og vetrarfatnaði fyrir konur á öllum aldri. Við vekjum sérstaka athygli úrvalinu frá Kathleen Madden gæðamerkinu sem hefur stóraukist síðan búðin opnaði fyrir rúmu ári (dæmi: hvíta peysan á gínunni lengst til hægri).


Við bættum svo við einni slá í haust til að geta sett fram fleiri föt. Mundu, við hálpum þér við að finna það sem þú ert að leita að.

Stígvélin komin - og fleiri skór ...





Nýjar týpur af stígvélum og skóm halda áfram að streyma frá Hornbæk (reyndar í beinum sendingum frá framleiðendunum á Ítalíu) í brúnu og svörtu og öllum stærðum.

25. júlí 2006

Opnun nýrra höfuðstöðva Ilse Jacobsen

Ásta, Ragnheiður og IlseNýlega voru nýjar höfuðstöðvar Ilse Jacobsen opnaðar með pompi og pragt og tískusýningu í sveitasælunni á Norður-Jótlandi.

Nýju höfuðstöðvarnar eru í næsta nágrenni strandbæjarins Hornbæk og þar sameinast allar einingar Úr opnunarveislunnifyrirtækisins undir einu þaki á sérlega vel útfærðan hátt. Hönnun, framleiðsludeild, sýningarsalur og vöruhús eru tvinnuð saman í haganlega heild, sem ber dönsku verksviti fagurt vitni.

Mads og IlseSlegið var upp heljarinnar veislu, þar sem boðið var upp á úrvals mat og drykk að dönskum hætti og síðan var slegið upp balli, sem stóð fram á nótt og ómaði um nærliggjandi sveitir.

Á tískusýningunni, sem fjölskylduvinur, danski fjölmiðlamaðurinn Mads Vangsö, kynnti ásamt Ilse, gaf í fyrsta skipti að líta breikkaða fatalínu sem væntanleg er frá Ilse.Breiðari fatalína væntanleg

10. maí 2006

Meira töff en allir hinir

Stofnendur Baum und Pferdgarten, Helle Hestehave (45) og Rikke Baumgarten (35), voru í stóru viðtali í maíhefti danska tímaritsins Costume. Þar segjast þær hafa ákveðið að stofna fyrirtækið þegar þær luku námi í Danmarks Designskole 1998 og það eina sem var að gerast í danskri fatatísku var Inwear og Jackpot og allir að gera svipaða hluti. "Við höfðum lítinn áhuga á vinnu þar og fannst við örugglega geta gert eitthvað sem væri meira töff en hjá hinum."

Þær byrjuðu smátt og blönduðu hráum og kúl stíl Helle saman við efnismeiri og kvenlegri hönnun Rikke og smám saman varð til Baum und Pferdgarten merkið, sem nú er selt í 120 verslunum í Japan, Englandi, Þýskalandi og á Norðurlöndunum og hlýtur hver hönnunarverðlaunin á fætur öðrum. Leikkonurnar Julia Roberts og Maggie Gyllenhaal teljast meðal nýjustu aðdáendanna, að sögn Costume.

Sex and the City í stígvélunum


Leikkonan og sexsymbolið Kim Cattrall, sem við þekkjum best sem Samönthu úr sjónvarpsþáttunum Sex and the City, er komin með tvenn reimuð stígvél frá Ilse Jacobsen.

Hún skrifar í póstkorti dagsettu 5. maí sl.: "I love them ... I shall be the envy of all my friends in NYC friends in my fabulous boots". Hún segist ætla að nota þau í Írlandsferð, sem var á döfinni. Bara eitt smá vandamál hjá henni: Hvort á hún að vera í þessum hvítu eða þessum dröppuðu?

21. apríl 2006

Heartmade, Naja Lauf og Baum und Pferdgarten í fremstu röð


Heartmade - Smellið fyrir stærri mynd

NAJA LAUF - Smellið fyrir stærri myndALT for damerne birti í marslok flottan tískuþátt með 13 fremstu hönnuðum Danmerkur að mati tímaritsins. Í myndaflokknum, sem ber heitið Det tror vi på, hrópar ALT for damerne húrra! fyrir danskri tískuhönnun og segir hana aldrei hafa staðið sterkari. Danskar konur séu stoltar af því að ganga í dönskum fatnaði, hver hönnuður hafi sinn sérstaka stíl og blaðið hafi viljað hylla þá með því að bjóða hverjum þeirra að sýna okkur besta fatasettið úr vorlínunni hjá sér. Við í Ilse Jacobsen búðinni í Garðabæ erum líka stolt af því að vera með þrjú af þessum 13 merkjum í sölu hjá okkur, eða um 23% af danska tískurjómanum í dag. Þetta eru Julie Fagerholt · Heartmade, Baum und Pferdgarten og Naja Lauf.

Baum und Pferdgarten - Smellið fyrir stærri mynd

Svona viðurkenningar eru reyndar engin nýlunda fyrir þessi þrjú hönnunarhús, eins og þeir vita sem fylgst hafa með danskri tísku undanfarin ár. Í fyrrahaust halut Naja Lauf hin virtu hönnunarverðlaun, Gullhnappinn, sem ALT for damerne veitir árlega. Rikke Baumgarten & Helle Hestehave, stöllurnar á bakvið Baum und Pferdgarten hlutu þessi sömu verðlaun 2002.
ATH. smellið á myndirnar að ofan til að sjá stærri útgáfur af þeim.

8. apríl 2006

Fullt af nýjum bolum

Fullt af nýjum bolum var að koma frá Ilse í öllum sumarlitunum. Líka fleiri týpur af strigaskóm, sem geta eiginlega ekki verið sumarlegri o.fl o.fl.

Smelltu til sjá stærri mynd

3. apríl 2006

Baum und Pferdgarten á forsíðunni

Smelltu til að sjá stærri mynd
Alt for damerne var með Baum und Pferdgarten á forsíðunni þegar blaðið fjallaði um vortískuna nýlega. Þetta merki er óumdeilanlega eitt það heitasta í Danmörku og hefur reyndar vakið vaxandi athygli utan heimamarkaðarins, enda komið í verslanir í London, Paris, Stokkhólmi, Tokyo, New York, LA og Hong Kong. Baum und Pferdgarten var stofnað 1999 af þeim Rikke Baumgarten og Helle Hestehave. Nafn merkisins er þannig skemmtilegur orðaleikur með nöfn þeirra stallsystra.

Báðar flíkurnar á myndinni, bláa peysan og köflótta pilsið, fást hjá okkur í Ilse Jacobsen á Garðatorgi.

17. mars 2006

Fleiri skór !

Smellið til að sjá stærri mynd

Svalar mokkasínur í nokkrum útfærslum og fjórum litum: gull, silfur, svörtu og hvítu.

Nú vorar í búðinni

Vor og sumarlínurnar frá Baum und Pferdgarten, Naju Lauf, Heartmade og Katleen Madden eru heldur betur farnar að setja svip sinn á búðina.

Smellið til að sjá stærri myndOg bolirnir streyma frá Ilse í björtum sumarlitum þrátt fyrir frostið og kuldann í höfuðstöðvum hennar í Hornbæk á Norður Sjálandi.

11. mars 2006

Nýir skór !

Smellið til að sjá stærri mynd
Alltaf bætast við nýjar týpur úr sumarlínunni frá Ilse. Þessir sumarlegu skór voru að koma í öllum stærðum.

Um Ilse Jacobsen * Hornbæk

Smellið til að sjá stærri mynd


ILSE JACOBSEN  Hornbæk var opnuð í Garðabæ í september 2005 og fékk strax frábærar viðtökur. Önnur ILSE JACOBSEN verslun var opnuð haustið 2013 á Laugavegi 33.

Ilse Jacobsen er danskur hönnuður sem hannar og framleiðir skó, fatnað og fylgihluti fyrir rúman tug verslana undir eigin nafni á Norðurlöndunum, auk þess sem vörurnar eru seldar í yfir 2000 öðrum verslunum í 23 löndum. ILSE JACOBSEN  Hornbæk keðjan hefur verið í örum vexti undanfarin ár og framleiðslulínan farið breikkandi. Þetta á jafnt við um skó, fatnað og hina vinsælu regn- og útivistarlínu RUB & RAIN.

Það sem Ilse segir sjálf um skólínu merkisins á jafn við um alla framleiðslu þess, hún höfðar til allra aldurshópa. "Mér finnst mjög mikilvægt að geta verið með smart skó fyrir allan aldur," segir Ilse. "Allir eiga að geta keypt skó hjá okkur, 15 ára stúlkur jafnt sem 45 ára konur eða 65 ára. Það er ekki markmiðið hjá okkur að vera bara með flotta skó fyrir einn aldurshóp. Allir eiga að geta fundið skó við sitt hæfi hvort sem það eru einfaldir göstuskór, samkvæmisskór eða stígvél," segir hún.

ILSE JACOBSEN  Hornbæk verslanirnar á Garðatorgi og Laugavegi eru líka með fallega boli og prjónavöru frá Ilse, en auk þess fatnað frá öðrum hönnunarhúsum sem hafa notið mikillar hylli undanfarin ár s.s. Baum und Pferdgarten.