
Sendingin frá Kathleen Madden er komin í búðina á Garðatorgi. Við bendum sérstaklega á síðu bómullarkjólana frá KM í svörtu og rauðu. 
Laugardaginn 7. október kl 17 verður tískusýning á Garðatorgi í Garðabæ í tilefni af eins árs afmæli verslunarinnar. Sýndar verða haust og vetrarlínurnar í fatnaði og skóm frá Baum und Pferdgarten, Julie Fagerholt - Heartmade, Naja Lauf, Kathleen Madden, Nanni Belts og Ilse Jacobsen * Hornbæk.
 Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu
Nýlega voru nýjar höfuðstöðvar Ilse Jacobsen opnaðar með pompi og pragt og tískusýningu í sveitasælunni á Norður-Jótlandi.
fyrirtækisins undir einu þaki á sérlega vel útfærðan hátt. Hönnun, framleiðsludeild, sýningarsalur og vöruhús eru tvinnuð saman í haganlega heild, sem ber dönsku verksviti fagurt vitni.
Slegið var upp heljarinnar veislu, þar sem boðið var upp á úrvals mat og drykk að dönskum hætti og síðan var slegið upp balli, sem stóð fram á nótt og ómaði um nærliggjandi sveitir.
Stofnendur Baum und Pferdgarten, Helle Hestehave (45) og Rikke Baumgarten (35), voru í stóru viðtali í maíhefti danska tímaritsins Costume. Þar segjast þær hafa ákveðið að stofna fyrirtækið þegar þær luku námi í Danmarks Designskole 1998 og það eina sem var að gerast í danskri fatatísku var Inwear og Jackpot og allir að gera svipaða hluti. "Við höfðum lítinn áhuga á vinnu þar og fannst við örugglega geta gert eitthvað sem væri meira töff en hjá hinum."

ALT for damerne birti í marslok flottan tískuþátt með 13 fremstu hönnuðum Danmerkur að mati tímaritsins. Í myndaflokknum, sem ber heitið Det tror vi på, hrópar ALT for damerne húrra! fyrir danskri tískuhönnun og segir hana aldrei hafa staðið sterkari. Danskar konur séu stoltar af því að ganga í dönskum fatnaði, hver hönnuður hafi sinn sérstaka stíl og blaðið hafi viljað hylla þá með því að bjóða hverjum þeirra að sýna okkur besta fatasettið úr vorlínunni hjá sér. Við í Ilse Jacobsen búðinni í Garðabæ erum líka stolt af því að vera með þrjú af þessum 13 merkjum í sölu hjá okkur, eða um 23% af danska tískurjómanum í dag. Þetta eru Julie Fagerholt · Heartmade, Baum und Pferdgarten og Naja Lauf.
 Svona viðurkenningar eru reyndar engin nýlunda fyrir þessi þrjú hönnunarhús, eins og þeir vita sem fylgst hafa með danskri tísku undanfarin ár. Í fyrrahaust halut Naja Lauf hin virtu hönnunarverðlaun, Gullhnappinn, sem ALT for damerne veitir árlega. Rikke Baumgarten & Helle Hestehave, stöllurnar á bakvið Baum und Pferdgarten hlutu þessi sömu verðlaun 2002.
